Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 17. janúar 2022 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville búinn að fá nóg - „Nú verður deildin að hætta að fresta leikjum"
Mynd: Getty Images
Gary Neville sérfræðingur á Sky Sports hefur ekki verið sáttur með það að enska úrvalsdeildin sé að fresta leikjum.

Nú í kvöld var enn einum leiknum frestað, leik Burnley og Watford. Burnley er í miklum vandræðum en aðeins 10 leikmenn voru mættir á æfingu liðsins í morgun.

Þegar þetta kom í ljós fór Neville á Twitter og lét skoðun sína í ljós.

„33 leikmenn og starfsmenn greindust jákvæðir af Covid af 13600 prófum. Við vitum ekki hvað það eru margir leikmenn á móti starfsmönnum en það er ljóst að núna verður að hætta að fresta leikjum. Það hefði átt að hætta 1. janúar. Come on," skrifaði Neville.


Athugasemdir
banner
banner
banner