Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. janúar 2022 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel stjóri ársins - Hafði betur gegn Mancini og Guardiola
Thomas Tuchel hlaut verðlaunin.
Thomas Tuchel hlaut verðlaunin.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel var valinn þjálfari ársins á FIFA verðlaunaafhendingunni árið 2021.

Hinir tveir sem komu til greina voru engir aukvissar, Pep Guardiola og Evrópumeistarinn Roberto Mancini stjóri ítalska landsliðsins.

Tuchel tók við af Frank Lampard sem stjóri Chelsea fyrir tæpu ári síðan og vann Meistaradeildina með félaginu aðeins fjórum mánuðum síðar.

Chelsea vann einnig Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Villarreal í vítaspyrnukeppni. Þá tapaði liðið í úrslitum FA bikarsins gegn Leicester á síðustu leiktíð.

Það var annar þjálfari Chelsea sem fékk viðurkenningu í kvöld en Emma Hayes þjálfari kvennaliðsins var valin besti þjálfarinn í kvennaflokki. Liðið vann deildina og báða bikarana á Englandi á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner