Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 17. janúar 2023 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alanyaspor úr leik í bikarnum - Jón Dagur skoraði

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuvern sem fékk Eupen í heimsókn í belgísku deildinni í kvöld.


Jón Dagur hefur ekki fengið mikinn tíma í liðinu á þessari leiktíð, sjaldan spilað meira en einn hálfleik.

Hann lék 84. mínútur í kvöld og skoraði eina mark liðsins í jafntefli þegar hann kom liðinu yfir eftir tæplega hálftíma leik. Jöfnunarmarkið var úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka.

Leuvern er í 8. og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktið.

Alanyaspor er fallið úr leik í tyrkneska bikarnum eftir tap gegn stórliðið Galatasaray á heimavelli í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson var í markinu hjá Alanyaspor sem tapaði 2-1.


Athugasemdir
banner