Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 17. janúar 2023 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höfnuðu tólf milljón punda tilboði frá Tottenham
Mynd: EPA
Tottenham bauð tólf milljónir punda í Belgann Leandro Trossard hjá Brighton. Brighton hafnaði tilboðinu.

Trossard er í kuldanum hjá stjóranum Roberto Di Zerbi og er sagt að þeir ræðist ekki við þessa dagana. Trossard vill fara en Brighton ætlar ekki að missa hann ódýrt frá sér.

Di Zerbi hefur látið Trossard æfa með varaliði félagsins og valdi hann ekki í hópinn þegar Brighton mætti Liverpool um liðna helgi. Ítalski stjórinn er ekki ánægður með vinnuframlagið hjá Trossard fá komu hans frá Katar þar sem hann var með belgíska landsliðinu á HM.

Umboðsmaður Trossard segir skjólstæðing sinn vilja fara. Tottenham kom með munnlegt tilboð í Trossard en því var neitað þar sem Brighton vill fá talsvert hærri upphæð fyrir leikmanninn.

Chelsea og Arsenal eru einnig sögð hafa áhuga á Belganum sem hefur skorað sjö mörk í sextán leikjum á tímabilinu.

Trossard er 28 ára kantmaður sem á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Brighton. Hann kom til Brighton frá Genk sumarið 2019.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Athugasemdir
banner
banner