Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 23:20
Aksentije Milisic
Jafnmörg töp hjá Chelsea og á sex ára skeiði
Mynd: Getty Images
Chelsea tapaði gegn Manchester United í kvöld en leikar enduðu með tveimur mörkum gegn engu. Þetta var fimmta tap Chelsea á heimavelli það sem af er þessu tímabili.

Það sem er áhugvert við þetta lélega gengi Chelsea á Stamford Bridge er það að liðið hefur nú tapað jafn mörgum heimaleikjum í deildinni og liðið gerði frá febrúar 2004 og allt til nóvember 2010.

Ótrúleg tölfræði en lið Chelsea var gífurlega sterkt á heimavelli á þessum tíma. Þrátt fyrir þetta er Chelsea enn í fjórða sæti deildarinnar og ljóst að baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu verður mjög hörð.

Næsti deildarleikur Chelsea er þann 22. febrúar en það er risa leikur. Þá kemur Tottenham í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner