Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 17. febrúar 2024 10:43
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Mbappe: Myndi koma mér verulega óvart
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar er samningur hans við félagið rennur sitt skeið, en hann hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool.

Mbappe hefur tilkynnt stjórnendum franska félagsins að þetta verði hans síðasta tímabil í Frakklandi.

Hann hefur spilað fyrir PSG síðustu sjö ár og er nú klár í að halda á vit ævintýranna, en Real Madrid er líklegasti áfangastaður hans.

Það er langþráður draumur Mbappe að spila fyrir Real Madrid, en hann hélt mikið upp á Cristiano Ronaldo á yngri árum sínum. Mbappe hafnaði Real Madrid árið 2022 og valdi það að framlengja við PSG, en nú er hann klár í flutninga.

Liverpool, Arsenal og Manchester United hafa einnig verið nefnd til sögunnar, en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það yrði afar snúið fyrir félög að semja við leikmanninn.

„Ég hef enga hugmynd um það. Ég kem ekkert að því, en það myndi hins vegar koma mér verulega á óvart. Það væri afar snúið fyrir flest stórlið ef við tökum laun og undirskriftabónus inn í dæmið,“ sagði Klopp er hann var spurður út í orðróm um Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner