Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   mán 17. febrúar 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Unglingalandsliðsmaður gerir sinn fyrsta samning við Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík
Hinn 14 ára gamli Mikael Máni Þorfinsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík. Hann gerir þriggja ára samning.

Mikael Máni er gríðarlega efnilegur miðjumaður á fimmtánda aldursári. Hann hefur leikið þrjá landsleiki með U15 landsliði Íslands. Þá hefur hann verið valinn í hóp hjá U16 landsliðið.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í vetur þegar hann var í byrjunarliðinu í 3-2 tapi gegn Þrótti í Lengjubikarnum fyrr í þessum mánuði.

„Mikael Máni er mjög efnilegur og hefur þrátt fyrir ungan aldur komið sterkur inn á æfingar og í leiki hjá meistaraflokki í vetur. Hann á mjög bjarta framtíð fyrir höndum og það verður mjög ánægjulegt að vinna áfram með Mikael á næstu árum,“ er haft eftir Haraldi Árna Hróðmarssyni, þjálfara Grindavíkur í tilkynningu félagsins.

Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu en Ágústa Jóna Heiðdal móðir Mikaels lék tæplega 100 leiki fyrir Grindavík. Faðir hans, Þorfinnur Gunnlaugsson, leik einn leik með Grindavík en hann spilaði einnig með GG og Þrótti Vogum.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að gera samning við ungan og efnilegan leikmann úr yngri flokkum félagsins. Við hlökkum til að fylgjast með Mikael í gulu með Grindavík í sumar." Segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner