Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír Grindvíkingar sem önnur félög hafa augastað á
Lengjudeildin
Sölvi Snær.
Sölvi Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík er með nokkra unga og efnilega leikmenn innan sinna raða sem önnur félög renna hýru auga til. Tveir þeirra voru í hlutverki á síðasta tímabili og einn þeirra er líklegur til að fá mínútur í sumar.

Þeir Christian Bjarmi Alexandersson (2007) og Sölvi Snær Ásgeirsson (2008) léku með liðinu á síðasta tímabili, Christian lék 18 deildarleiki og Sölvi sjö.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Valur, Stjarnan og ÍA sýnt Sölva áhuga. Samkvæmt sömu heimildum er stefna Grindavíkur að Sölvi fari erlendis þegar hann er tilbúinn í það skref, en hann þykir mikið efni og er áhugi á honum í Danmörku. Sölvi á að baki tíu leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er hluti af U17 landsliðinu sem er á leið í milliriðla fyrir EM.

Christian Bjarmi er vinstri bakvörður og hefur vakið athygli á sér hjá öðrum félögum. Hann var í æfingahópi U19 landsliðsins í síðasta mánuði. Hann var tvisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar á síðasta tímabii. Bæði Sölvi og Christian æfðu með Lyngby árið 2023.

Mikael Máni Þorfinsson (2010) hefur byrjað í æfingaleikjum með Grindavík núna í vetur og hefur staðið sig vel. Njósnarar erlendis hafa verið að fylgjast með þróun hans. Mikael á að baki þrjá leiki fyrir U15 og hefur verið í æfingahópum U16 í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner