þri 17. mars 2020 13:22
Elvar Geir Magnússon
Rússar fresta keppni
Mynd: Getty Images
Fótbolta í Rússlandi hefur verið frestað til 10. apríl.

Ástæðan er að sjálfsögðu heimsfaraldurinn sem gengur yfir.

Rússneska deildin var stærsta deildin sem fram fór um síðustu helgi en yfir 33 þúsund manns mættu á einn af leikjunum.

Búið er að herða reglur um samkomur í Rússlandi.

Landsliðsmennirnir Arn­ór Sig­urðsson og Hörður Björg­vin Magnús­son spila með CSKA Moskvu og Jón Guðni Fjólu­son leik­ur með Krasnod­ar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner