banner
   mið 17. mars 2021 14:04
Magnús Már Einarsson
Björn Bergmann aftur valinn - „Algjörlega til í þetta"
Icelandair
Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta skipti í tvö ár. Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir að Björn sé mjög spenntur fyrir því að koma aftur í hópinn.

„Fyrsta spurningin mín til hans var hvort hann væri með hugann við íslenska landsliðið eða hvort hann væri búinn að gefa það upp á bátinn. Svarið var mjög skýrt að hann væri algjörlega til í þetta. Við völdum hann út frá því hvað við höfum mikið séð hann spila. Hann hefur náð að haldast heill og tengja saman nokkra leiki og á þessum tímapunkti er það mjög sterkt fyrir íslenska landsliðið," sagði Eiður.

Alfreð Finnbogason er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en auk Björns eru framherjarnir Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Hólmbert Aron Friðjónsson í hópnu. Viðar Örn Kjartansson var ekki valinn að þessu sinni.

„Framherjarnir okkar spila sérstakt hluverk miðað við týpíska framherja. Þeir eru meira að halda boltanum og koma sér síðan inn í teiginn eins og þeir eiga að gera. Við horfum ekki endilega á markaskorun heldur hvað gerist í kringum þá. Björn og Kolbeinn eru sterkir hvað það varðar. Auðvitað koma fleiri framherjar til greina. Ef við þyrftum að breyta þá getur vel verið að það bætist við auka framherji. Við þurfum að sjá hvernig málin þróast," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner