Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Watkins aldrei verið nær landsliðinu
Mynd: EPA
Ollie Watkins hefur verið funheitur með liði Aston Villa að undanförnu. Þessi 27 ára gamli framherji hefur skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum og var Unai Emery, stjóri Villa, spurður út í Watkins og enska landsliðið.

„Mér finnst hann verðskulda sæti í hópnum, en auðvitað eru mjög góðir leikmenn þar. Hann verður að taka þessu, halda áfram, bæta sig, leggja hart að sér eins og hann hefur gert á þeim tíma sem ég hef verið hér. Hann er núna nær en hann hefur verið."

„Miðað við aldur og þann stað sem hann er á ferlinum þá verður hann að halda áfram, hvetja sjáflan sig áfram og krefast til mikils af sér."

„Hann mun verða í landsliðshópum á næstu mánuðum eða árum, ég er algjörlega viss,"
sagði Emery.

Næsti leikur Aston Villa, sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er á morgun þegar liðið tekur á móti Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner