Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gerði Afturelding tilraun til að fá framherjann Jesper Westermark í sínar raðir frá Halmstad á dögunum. Westermark hafnaði hins vegar tilboði félagsins í síðustu viku af fjölskylduástæðum.
Westermark er 31 árs gamall framherji sem var orðaður við Breiðablik fyrir síðasta tímabil.
Hann varð markakóngur í sænsku B-deildinni árið 2023 þegar hann skoraði 16 mörk með Öster undir stjórn Srdjan Tufegdzic, núverandi þjálfara Vals.
Eftir það fór Westermark til Wisla Plock í Póllandi en hann gekk síðan í raðir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðið sumar.
Miðað við þessar upplýsingar er Afturelding í framherjaleit fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Afturelding er með þá Andra Frey Jónasson og Arnór Gauta Ragnarsson sem kosti í stöðu fremsta manns.
Athugasemdir