UEFA hefur gefið út opinbert draumalið vikunnar í Meistaradeildinni eftir seinni leiki liða í 8-liða úrslitunum.
Þar er Gianluigi Donnarumma, landsliðsmarkvörður Ítalíu, á milli stanganna þrátt fyrir að hafa fengið þrjú mörk á sig gegn Aston Villa á þriðjudagskvöldið.
Aston Villa vann leikinn 3-2 en það dugði ekki til eftir 3-1 sigur PSG í fyrri leiknum í París.
Bakvörðurinn knái Nuno Mendes er einnig í liði vikunnar ásamt Ezri Konsa og John McGinn frá Aston Villa.
Þá eru tveir leikmenn Arsenal í liði vikunnar, Jakub Kiwior og Declan Rice sem stóðu sig vel í sigri gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu, ásamt tveimur úr liði Inter sem sló FC Bayern úr leik. Benjamin Pavard og Lautaro Martinez eru fulltrúar Inter-manna.
Að lokum eru leikmenn úr FC Bayern og Borussia Dortmund í liði vikunnar en þessi þýsku stórveldi eru dottin úr leik líkt og Aston Villa.
Markvörður:
Gianluigi Donnarumma (PSG)
Hægri bakvörður:
Benjamin Pavard (Inter)
Miðverðir:
Ezri Konsa (Aston Villa)
Jakub Kiwior (Arsenal)
Vinstri bakvörður:
Nuno Mendes (PSG)
Hægri kantur: Michael Olise (Bayern)
Miðja:
Pascal Gross (Dortmund)
Declan Rice (Arsenal)
Vinstri kantur:
John McGinn (Aston Villa)
Framherjar:
Lautaro Martinez (Inter)
Serhou Guirassy (Dortmund)
Athugasemdir