
Keflavík vann 1-0 sigur gegn Leikni í Lengjudeildarslag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Við vorum töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðum því ekki. Við vorum flatir í seinni hálfleik. Leiknir er vel spilandi lið og ég er ánægður með að við séum komnir áfram," segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Við vorum töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðum því ekki. Við vorum flatir í seinni hálfleik. Leiknir er vel spilandi lið og ég er ánægður með að við séum komnir áfram," segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Leiknir R.
Í viðtalinu fer Haraldur yfir stöðuna á leikmannahópi Keflavíkur. Hann býst við því að Stefan Ljubicic geti spilað í þriðju eða fjórðu umferð en hann er á meiðslalistanum. Keflavík hyggst bæta við sig sóknarmanni í hópinn áður en Lengjudeildin hefst.
Keflavík var nálægt því að komast upp í fyrra og markmiðið í ár er auðvitað að fara upp í Bestu deildina.
„Markmiðið er ekkert leyndarmál. Við viljum komast upp um deild og helst vinna hana."
Athugasemdir