Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 17. maí 2021 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ágúst Eðvald: Er að njóta mín í botn hérna hjá FH
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti HK í Kórnum í kvöld þegar fjórða umferð Pepsi Max deildar karla lauk.

Jafnræði var með liðunum lengst af en það var Ágúst Eðvald Hlynsson sem skildi á milli. Hann skoraði tvö fyrstu mök FH og lagði upp það síðasta fyrir Steven Lennon.

„Ótrúlega sáttur með að hafa landað þessum þremur punktum og bara mjög ánægður," sagði maður leiksins eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

Ágúst var potturinn og pannan í sóknarleik FH í þessum leik en hann, eins og áður sagði, kom að öllum mörkum FH í leiknum.

„Mér fannst ég bara hjálpa liðinu mikið í dag, bæði með bolta og án bolta og alltaf gaman að geta skorað og hjálpað liðinu að landa þremum punktum."

Ágúst skoraði bæði tímabilið 2019 og 2020 fjögur mörk í deildinni og er núna búin að jafna þann árangur eftir aðeins fjóra leiki.

„Æfði mjög vel í Danmörku og er að bæta mig þvílíkt sem fótboltamaður og vonandi getur maður haldið áfram að hjálpa liðinu svona."

Aðspurður um muninn á hlutverki sínu hjá FH og hlutverkinu sem hann hafði hjá Víkingum hafði Ágúst þetta að segja.
„Já ég myndi segja að ég væri töluvert ofar og kannski aðeins frjálsara hlutverk án bolta en annars ekker svo rosalega öðruvísi."

Ágúst er á láni frá Horsens út júní mánuð en ekkert hefur verið rætt um möguleika á áframhaldi.
„Það er svo sem ekkert mitt að stjórna því hvort ég verði áfram eða ekki, það er bara Horsens sem stjórnar því hvort ég verði áfram eða ekki þannig ég ræð ekki neitt."

Ef staðan kæmi upp að honum yrði boðið að klára tímabilið með FH segist Ágúst alveg hafa áhuga á því.
„Já ég held það, eins og staðan er núna er ég að njóta mín í botn hérna hjá FH og vonandi get ég klárað tímabilið með þeim."

Nánar er rætt við Ágúst Eðvald í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner