Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 17. maí 2021 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ágúst Eðvald: Er að njóta mín í botn hérna hjá FH
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Ágúst Eðvald Hlynsson var á eldi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti HK í Kórnum í kvöld þegar fjórða umferð Pepsi Max deildar karla lauk.

Jafnræði var með liðunum lengst af en það var Ágúst Eðvald Hlynsson sem skildi á milli. Hann skoraði tvö fyrstu mök FH og lagði upp það síðasta fyrir Steven Lennon.

„Ótrúlega sáttur með að hafa landað þessum þremur punktum og bara mjög ánægður," sagði maður leiksins eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

Ágúst var potturinn og pannan í sóknarleik FH í þessum leik en hann, eins og áður sagði, kom að öllum mörkum FH í leiknum.

„Mér fannst ég bara hjálpa liðinu mikið í dag, bæði með bolta og án bolta og alltaf gaman að geta skorað og hjálpað liðinu að landa þremum punktum."

Ágúst skoraði bæði tímabilið 2019 og 2020 fjögur mörk í deildinni og er núna búin að jafna þann árangur eftir aðeins fjóra leiki.

„Æfði mjög vel í Danmörku og er að bæta mig þvílíkt sem fótboltamaður og vonandi getur maður haldið áfram að hjálpa liðinu svona."

Aðspurður um muninn á hlutverki sínu hjá FH og hlutverkinu sem hann hafði hjá Víkingum hafði Ágúst þetta að segja.
„Já ég myndi segja að ég væri töluvert ofar og kannski aðeins frjálsara hlutverk án bolta en annars ekker svo rosalega öðruvísi."

Ágúst er á láni frá Horsens út júní mánuð en ekkert hefur verið rætt um möguleika á áframhaldi.
„Það er svo sem ekkert mitt að stjórna því hvort ég verði áfram eða ekki, það er bara Horsens sem stjórnar því hvort ég verði áfram eða ekki þannig ég ræð ekki neitt."

Ef staðan kæmi upp að honum yrði boðið að klára tímabilið með FH segist Ágúst alveg hafa áhuga á því.
„Já ég held það, eins og staðan er núna er ég að njóta mín í botn hérna hjá FH og vonandi get ég klárað tímabilið með þeim."

Nánar er rætt við Ágúst Eðvald í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner