Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 17. maí 2021 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: FH nýtti færin og við ekki
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„FH nýtti færin og við ekki," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 1-3 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

„Við fáum tækifæri til þess að komast í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks með víti, Valli fær færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-1 líka. Öðru leyti var ekkert mikið í leiknum, mér fannst við spila vel úti á vellinum og spiluðum vel upp völlinn en auðvitað fengum við á okkur þrjú mörk en það var ekki eins og þeir hafi legið á okkur eða að FH-ingarnir hafi verið að skapa mikið af færum. Þeir bara nýttu þessa möguleika sína mjög vel sem þeir fengu."

HK spilaði vel í leiknum og komst oft í flott færi en það vantaði að ná lokahnútinum á sóknaraðgerðir þeirra.
„Já, það er oft þannig. Það er eitthvað sem við erum búnir að reyna vinna í allan vetur og sú vinna er enn í gangi og við þurfum bara að koma okkur áfram í þessar stöður og þá munum við fá fleirri færi og skora fleirri mörk."

Valgeir Valgeirsson hefur meira og minna bara leikið í bakverði hjá HK það sem af er móts en ekki á kantinum eins og við erum vön að sjá hann spila. Brynjar Björn segir það enga sérstaka pælingu í sjálfu sér fyrir því.
„Enginn pæling, það eru bara aðstæður í liðinu okkar. Birkir er meiddur, Ívar Örn er meiddur sem gaf okkur þann möguleika á að spila Valla í vinstri bakverði í dag og Örvari í hægri bakverði."

HK hefur verið að missa menn í meiðsli og vantaði stóra pósta á skýrslu hjá liðinu í dag.
„Akkúrat núna og allt í einu þá eru fjórir eða fimm leikmenn frá. Ég nefndi Birki og Ívar, Leifur er búin að vera frá, Ásgeir Marteins og Óli Örn eru meiddir þannig þetta eru 4-5 leikmenn sem vantar í hópinn og við vorum með ungan og sprækan bekk en völdum að setja Badda og Bjarna inná síðasta korterið í dag."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner