banner
   þri 17. maí 2022 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Southampton og Liverpool: Klopp gerir níu breytingar
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Southampton og Liverpool eigast við í úrvalsdeildarleik sem gestirnir frá Bítlaborginni verða að sigra til að eiga möguleika á Englandsmeistaratitlinum. Jürgen Klopp gerir þó níu breytingar á byrjunarliðinu frá bikarúrslitaleiknum um helgina.


Liverpool er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum eftir Manchester City en með leikinn í kvöld til góða. Lokaumferðin fer svo fram á sunnudaginn og þar á Man City heimaleik gegn Aston Villa - á meðan Liverpool tekur á móti Wolves.

Það eru aðeins liðnir þrír sólarhringar síðan Liverpool spilaði 120 mínútna úrslitaleik gegn Chelsea í FA bikarnum sem vannst í vítaspyrnukeppni. Virgil van Dijk og Mohamed Salah fóru meiddir af velli í þeim leik og eru ekki með í kvöld.

Sadio Mane er ekki heldur í leikmannahópi Liverpool, ekki frekar en Trent Alexander-Arnold. Klopp þarf að hvíla lykilmenn sem hann vill ekki að meiðist fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, sem verður gegn Real Madrid laugardaginn 28. maí.

Alisson og Ibrahima Konate eru einu leikmennirnir sem halda byrjunarliðssætunum frá úrslitaleik bikarsins um helgina. Curtis Jones, Harvey Elliott og Takumi Minamino eru meðal byrjunarliðsmanna þar sem Diogo Jota og Roberto Firmino leiða sóknarlínuna.

Það er ekki margt fréttnæmt úr byrjunarliði Southampton, þar sem Ralph Hasenhuttl mætir með sitt sterkasta lið. Heimamenn freista þess að skemma fyrir Liverpool, félaginu sem hefur stundað að kaupa bestu leikmenn Southampton undanfarin ár. 

Jafntefli hjá Liverpool í kvöld myndi svo gott sem drepa allar titilvonir félagsins, ekki nema verulegt kraftaverk eigi sér stað í lokaumferðinni.

Southampton: McCarthy, Walker-Peters, Lyanco, Stephens, Ward-Prowse, Redmond, Broja, Salisu, Tella, Elyounoussi, Diallo.
Varamenn: Caballero, Romeu, Long, Armstrong, Adams, Armstrong, Djenepo, Bednarek, Valery.

Liverpool: Alisson, Gomez, Konate, Matip, Tsimikas, Milner, Jones, Elliott, Minamino, Jota, Firmino
Varamenn: Kelleher, Thiago, Keita, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Diaz, Robertson, Origi, Williams. 


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner