Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele er með betri tilboð á borðinu
Mynd: Getty Images

Það styttist í að franski kantmaðurinn Ousmane Dembele þurfi að taka stóra ákvörðun varðandi framtíðina.


Dembele hefur verið að gera góða hluti með Barcelona á tímabilinu en samningur hans rennur út í sumar og verður hann frjáls ferða sinna.

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að þó Dembele vilji vera áfram hjá félaginu þá sé það ekki endilega nóg.

PSG og FC Bayern hafa áhuga á Dembele og líklegt að þau geti boðið hærri laun heldur en Börsungar sem hafa nýlega þurft að gjörbreyta launastrúktúr félagsins.

„Við erum búin að bjóða honum samning. Við búumst við svari í næstu viku," sagði Laporta.

„Hann vildi vera áfram hérna hjá Barca en nýlega hafa önnur tilboð, sem hann telur vera betri, verið að freista hans."

Ef Dembele skiptir yfir til PSG getur hann endursameinast Lionel Messi.


Athugasemdir
banner
banner
banner