Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Messi fari til Inter Miami á næsta ári - Fær 35 prósent hlut í félaginu
LIonel Messi
LIonel Messi
Mynd: EPA
Argentínski leikmaðurinn Lionel Messi er reiðubúinn að ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en þetta segir Alex Candal hjá DirectSportTV á Spáni.

Candal hefur í gegnum tíðina þótt afar áreiðanlegur með sínar heimildir en ekki eru allir að trúa nýjustu fréttum af Messi sem Candal sagði frá í gær.

Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain á næsta ári þegar samningur hans við félagið rennur út en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona og svo einnig við bandaríska liðið Inter MIami.

Inter Miami er í eigu þriggja manna, þeirra David Beckham, Jose Mas og Jorge Mas. Samkvæmt Candal fær Messi 35 prósent hlut í félaginu en ekki kemur fram hvort það verður partur af launagreiðslum eða hvort hann greiði fyrir hlut sinn.

Messi á tvær lúxusíbúðir í Miami. Hann keypti eina íbúð á 5 milljónir dollara árið 2019. Þá keypti hann aðra á síðasta ári fyrir 7,3 milljónir dollara en setti hana á sölu nokkrum mánuðum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner