Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. maí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham borgar 80 milljónir fyrir Kulusevski og Romero
Mynd: EPA

Tottenham fékk til sín Dejan Kulusevski og Cristian Romero að láni úr ítalska boltanum á leiktíðinni. Romero kom frá Atalanta síðasta haust og Kulusevski frá Juventus í janúar og fylgdi kaupmöguleiki með þeim báðum.


Þeir hafa báðir staðið sig vel undir stjórn Antonio Conte og ætlar félagið að festa kaup á þeim.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og segir heildarupphæðina sem Totttenham borgar fyrir leikmennina nema um 80 milljónum evra - 50 fyrir Romero og 30 fyrir Kulusevski.

Romero er miðvörður fæddur 1998 og Kulusevski er kantmaður fæddur 2000. Báðir eru þeir byrjunarliðsmenn í landsliðum sínum - Romero er argentínskur og Kulusevski sænskur.


Athugasemdir
banner
banner
banner