Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Ekkert sem toppar Elland Road í svona leikjum“
Daniel Farke er ánægður með liðið sitt og stuðningsmennina.
Daniel Farke er ánægður með liðið sitt og stuðningsmennina.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leeds United er einum leik frá endurkomu í úrvalsdeildina en liðið mun leika úrslitaleik umspilsins á Wembley þann 26. maí. Leeds slátraði Norwich 4-0 í undanúrslitum á Elland Road í gær, eftir að fyrri viðureign liðanna endaði markalaus.

„Ég vil byrja á því að óska Norwich til hamingju með frábært tímabil. Þeir voru öflugir andstæðingar," sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, eftir leikinn í gær.

„Við hefðum átt að skora enn fleiri mörk ef ég er hreinskilinn. Ég er ánægður með að halda hreinu og mitt unga lið á hrós skilið. Ég var með smá áhyggjur því pressan var á okkur eftir fyrri leikinn."

„Ég veit ekki hver meðalaldurinn var á okkar liði en strákarnir áttu fullkomna frammistöðu miðað við ungt lið. Það toppar ekkert Elland Road þegar stemningin er svona. Andrúmsloftið var ótrúlegt."

Það ræðst í kvöld hvort Southampton eða West Bromwich Albion mæti Leeds í úrslitaleiknum á Wembley. Fyrri viðureign þeirra endaði með markalausu jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner