Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. júní 2021 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA hótar sektum fyrir drykkjatilfærslur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það hefur komið upp ansi áhugavert ástand á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir að Cristiano Ronaldo og Paul Pogba færðu drykki frá styrktaraðilum úr augsýn þegar þeir mættu á fréttamannafundi á dögunum.

Ronaldo færði kókflösku af borði og setti vatn í staðinn. Það vakti mikla athygli og fór Pogba svipaða leið tveimur dögum síðar. Þá færði hann bjórflösku af borðinu fyrir fréttamannafund en hann er múslimi og drekkur ekki áfengi.

Manuel Locatelli, miðjumaður Ítala, fór svipaða leið og skipti kókflösku út fyrir vatnsflösku.

Coca Cola og Heineken eru styrktaraðilar Evrópumótsins og gætu aðildarþjóðir verið sektaðar hagi leikmenn sér svona framvegis.

„Uefa vill minna aðildarþjóðir að samstarf með styrktaraðilum er lykillinn að því að halda gott mót og stuðla að framför knattspyrnu um alla Evrópu," sagði Martin Kallen, maðurinn sem stjórnar Evrópumótinu.

„Við munum ekki beita sektum á leikmenn en við gætum sektað þjóðirnar, sem geta svo tekið sjálfar ákvörðun varðandi refsingu leikmanna.

„Við erum með ítarlega reglugerð sem allar aðildarþjóðir hafa skrifað undir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner