Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR að virka mjög vel á EM - Neville var farinn að efast
Michael Oliver, dómari í ensku úrvalsdeildinni, skoðar VAR-skjá.
Michael Oliver, dómari í ensku úrvalsdeildinni, skoðar VAR-skjá.
Mynd: Getty Images
VAR, myndbandsdómgæsla, hefur látið lítið fyrir sér fara á Evrópumótinu í fótbolta og er frábært dæmi um það hversu vel er hægt að nota kerfið.

Það hefur í raun verið erfitt að taka eftir því að VAR sé í notkun á mótinu.

Í ensku úrvalsdeildinni er allt annað upp á teningnum og VAR tekur mikla athygli sem pirrar fótboltaáhugamenn- og konur.

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, segir að enska úrvalsdeildin ætti að líta til Evrópumótsins.

„Notkun ensku úrvalsdeildarinnar á VAR hefur látið mig efast um kerfið. Núna þegar ég horfi á þetta mót, þá átta ég mig á því að við erum búin að flækja það, og erum ekki að nota það rétt. Við héldum að við vissum betur en aðrar keppnir sem notuðu það á undan okkur. Þegar það er notað rétt þá getur það virkað vel," skrifaði Neville á Twitter.

Hvernig finnst þér VAR-notkunin hafa verið á EM?


Athugasemdir
banner
banner
banner