Helena Ólafsdóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í níundu umferð Bestu deildar kvenna.
Það er leikið hratt í deildinni og hefst tíunda umferðin á morgun. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska landsliðsins, spáir í leikina sem eru framundan.
Karólína Lea er hluti af íslenska landsliðinu sem tekur þátt á EM í Englandi í næsta mánuði.
Það er leikið hratt í deildinni og hefst tíunda umferðin á morgun. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska landsliðsins, spáir í leikina sem eru framundan.
Karólína Lea er hluti af íslenska landsliðinu sem tekur þátt á EM í Englandi í næsta mánuði.
Þór/KA 0 - 3 Breiðablik (14 á morgun)
Mínar konur fara með sjálfstraustið í botni inn í leikinn og vinna þægilegan 0-3 sigur. Alexandra skorar með skalla og Hildur Antons skorar líka. Karen María setur hann svo í lokin á móti gömlu félögunum. Áslaug Munda leggur upp öll mörkin.
Selfoss 2 - 1 Afturelding (14 á sunnudag)
Þetta verður hörkuleikur en lykilmennirnir hjá Selfoss gera gæfumuninn og sigla þessu heim, 2-1. Sif og Barbára verða frábærar en Brenna skorar bæði mörkin. Sólveig Larsen skorar fyrir Aftureldingu og tekur gott fagn.
Keflavík 1 - 0 KR (14 á sunnudag)
Keflavík elskar að vinna 1-0 og gera það aftur núna. Elín Helena skoraði í seinasta leik og það gerist líklega ekki aftur þannig að ég skrifa markið á Vigdísi Lilju.
Þróttur R. 0 - 3 Valur (14 á sunnudag)
Valur vinnur sterkan 0-3 sigur. Þróttur á dauðafæri í byrjun en Sandra ver og þá fellur allt Vals megin. Ásdís Karen og Þórdís Elva skora báðar og svo bætir Mist við einu úr horni. Elísa Viðars verður rosaleg í leiknum og leggur upp tvö.
Stjarnan 1 - 0 ÍBV (16:15 á sunnudag)
Stjarnan vinnur 1-0 með tiki taka marki. Jasmín og Úlfa verða bestu leikmenn vallarins og búa til markið.
Fyrri spámenn:
Óskar Smári Haraldsson (4 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (3 réttir)
Heimavöllurinn (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (2 réttir)
Hlín Eiríksdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir