Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 17. júní 2023 11:00
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 7. umferðar - Sóknarmenn röðuðu inn mörkum
Lengjudeildin
Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fernu og er leikmaður umferðarinnar!
Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fernu og er leikmaður umferðarinnar!
Mynd: Raggi Óla
Hans Viktor Guðmundsson og Sigurjón Daði Harðarson fögnuðu í Grindavík.
Hans Viktor Guðmundsson og Sigurjón Daði Harðarson fögnuðu í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Theodór í baráttunni gegn Ægi.
Pétur Theodór í baráttunni gegn Ægi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þó einum leik sé ólokið í 7. umferð Lengjudeildarinnar þá setjum við saman úrvalslið umferðarinnar. Vestri og Leiknir mætast seinna í þessum mánuði en leiknum var frestað þar sem Breiðhyltingar eru með leikmann, Andi Hoti, í U21 landsliðsverkefni.

Lið Aftureldingar er enn ósigrað og trónir á toppi deildarinnar með 19 stig en liðið pakkaði Njarðvík saman 7-2 í Mosfellsbænum í gær! Fjölnir er í öðru sæti með 17 stig en liðið vann öflugan 1-0 útisigur gegn Grindavík í stórleik umferðarinnar á fimmtudagskvöld.

Leikmaður umferðarinnar:
Arnór Gauti Ragnarsson
Skoraði fjögur mörk í þessum rosalega 7-2 sigri Aftureldingar. Þar af var hin fullkomna þrenna; með skalla, vinstri og hægri! Arnór er nú markahæstur í deildinni með sjö mörk og segir að markmið Aftureldingar sé skýrt: Komast upp í Bestu deildina. Neðst í fréttinni má sjá viðtal við Arnór sem tekið var eftir leikinn í gær.



Tveir aðrir leikmenn Aftureldingar eru í liði umferðarinnar; Georg Bjarnason sem var með stöðugar áætlunarferðir upp hægri vænginn og Daninn ungi Oliver Bjerrum Jensen sem bjó til sífelld vandræði fyrir Njarðvíkinga.

Sigurjón Daði Harðarson í Fjölni var eini markvörðurinn sem hélt hreinu. Sigurmarkið í Grindavík skoraði Hans Viktor Guðmundsson, kláraði líkt og hágæða senter! Úlfur Arnar Jökulsson er þjálfari umferðarinnar.

Þór hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína og er í þriðja sætinu. Liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Selfossi í gær. Alexander Már Þorláksson skoraði bæði mörk Þórsara og Elmar Þór Jónsson lagði upp það síðara.

Með tveimur sigrum í röð er ÍA skyndilega komið upp í fjórða sæti. Liðið vann ÓTRÚLEGAN 6-3 sigur gegn Þrótti í gær, eftir að hafa verið 1-3 undir. Viktor Jónsson gerði sínu gamla félagi grikk og skoraði þrennu fyrir Skagamenn. Steinar Þorsteinsson er einnig í úrvalsliðinu.

Pétur Theodór Árnason er ávallt stórhættulegur í teig andstæðingana og skoraði bæði mörk Gróttu sem vann Ægi 2-1. Pétur var valinn maður leiksins.

Lið umferðarinnar:
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Arnór Gauti eftir fernu: Þetta er eins og að koma að stútfullum ísskáp
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner