Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. júlí 2021 17:54
Victor Pálsson
Pepsi Max-deildin: Tvö sjálfsmörk urðu Val að falli gegn ÍA
Hedlund skoraði sjálfsmark.
Hedlund skoraði sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 1 Valur
1-0 Sebastian Starke Hedlund ('49 , sjálfsmark)
2-0 Johannes Vall ('65 , sjálfsmark)
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu ('73 )

Lestu um leikinn

Við fengum gríðarlega óvænt úrslit í Pepsi Max-deild karla í kvöld en eina leik dagsins var nú að ljúka.

Íslandsmeistarar Vals heimsóttu þá lið ÍA en það fyrrnefnda var á toppnum fyrir leikinn og það síðarnefnda á botninum.

Fáir bjuggust við öðru en sigri Valsmanna en ÍA hafði fyrir leikinn aðeins unnið eina viðureign í sumar.

Það varð þó breyting á því í kvöld en tvö sjálfsmörk enduðu á því að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á Akranesi.

Fyrra markið skoraði Sebastian Hedlund á 49. mínútu en hann skallaði þá boltann í eigið net eftir hornspyrnu.

Johannes Val setti svo boltann í eigið net á 65. mínútu og ÍA óvænt komið í 2-0.

Kaj Leo í Bartolsstovu minnkaði muninn fyrir Val átta mínútum síðar en lengra komust meistararnir ekki og vinnur ÍA sinn annan leik í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner