Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júlí 2022 10:00
Aksentije Milisic
Juventus gengur illa í viðræðum við Roma - Zaniolo líklega að framlengja
Mynd: EPA

Juventus hefur reynt í allt sumar að fá Nicolo Zaniolo, leikmann AS Roma, í sínar raðir en Roma hefur ekkert gefið eftir og vill Jose Mourinho halda þessum ítalska landsliðsmanni í sínum röðum.


Roma hefur ekki áhuga á að selja þennan öfluga leikmann fyrir þann pening sem Juventus hefur boðið.

Roma vill ekki fá undir 50 milljónir evra fyrir Zaniolo og þá hefur félagið tekið það skýrt fram að það vilji ekki fá neina leikmenn frá Juventus í skiptum fyrir Ítalann.

Zaniolo er sagður vilja halda sínum ferli áfram á Ítalíu en Tottenham Hotspur var orðað við leikmanninn fyrr í sumar.

Paulo Dybala er mikið orðaður við Roma þessa daganna en hann yfirgaf Juventus í lok tímabils eftir að samningur hans rann út. Jose Mourinho, stjóri Roma, og Lorenzo Pellegrini, fyrirliði liðsins, hafa talað við Zaniolo og sagt honum að hann eigi eftir að spila mikilvæga rullu í liðinu á næsta tímabili, þó að Paulo Dybala skyldi koma til liðsins.

Zaniolo fór á kostum í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili sem Roma vann. Hann skoraði á m.a. þrennu gegn Bodö/Glimmt í 8-liða úrslitunum og þá skoraði hann sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Feyenoord í Tirana sem tryggði Roma langþráðan titil.

Zaniolo hefur skorað í tveimur fyrstu æfingaleikjum Roma í sumar og bar hann fyrirliðabandið að hluta til í síðari leiknum.


Athugasemdir
banner
banner