Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 17. ágúst 2019 13:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Ceballos lagði upp bæði mörkin gegn Burnley
Arsenal 2 - 1 Burnley
1-0 Alexandre Lacazette ('13)
1-1 Ashley Barnes ('43)
2-1 Pierre-Emerick Aubameyang ('64)

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrstu 72 mínúturnar er Burnley tapaði fyrir Arsenal á Emirates leikvanginum.

Heimamenn byrjuðu af krafti og skoraði Alexandre Lacazette eftir hornspyrnu. Dani Ceballos, lánsmaður frá Real Madrid, átti snertingu á boltanum áður en hann fór til Lacazette sem gerði frábærlega að hleypa af skoti úr erfiðu færi.

Vörn Arsenal leit ekki of vel út í fyrri hálfleik og jafnaði Ashley Barnes rétt fyrir leikhlé. David Luiz, sem átti þokkalegan leik, virtist missa einbeitinguna og hélt honum réttstæðum. Þetta var tólfta úrvalsdeildarmark Barnes á árinu og eru aðeins Sadio Mane og Sergio Agüero búnir að skora meira yfir sama tíma.

Arsenal tók meiri stjórn á leiknum í síðari hálfleik og skoraði Pierre-Emerick Aubameyang glæsilegt mark eftir sendingu frá Ceballos. Spænski miðjumaðurinn er sá þriðji í úrvalsdeildarsögu Arsenal til að leggja upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik, eftir Ray Parlour og Henrikh Mkhitaryan.

Sigur Arsenal virtist ekki í hættu eftir mark Aubameyang og komust heimamenn nálægt því að bæta þriðja markinu við en inn vildi boltinn ekki. Þetta er því fullkomin byrjun á tímabilinu fyrir Unai Emery eftir sigur gegn Newcastle í fyrstu umferð.

Burnley er með þrjú stig eftir góðan 3-0 sigur á Southampton í fyrstu umferð.

Arsenal á stórleik við Liverpool á Anfield um næstu helgi á meðan Burnley heimsækir Wolves.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner