Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Bæði lið þurfa sigur á Húsavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Það fer heil umferð fram í 2. deild karla í kvöld þar sem eru enn sex umferðir eftir af tímabilinu.


Njarðvík er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni á næsta ári og kemur Þróttur R. í öðru sæti. Þróttarar heimsækja Víking til Ólafsvíkur í kvöld og þurfa sigur í baráttu sinni við Völsung og Ægi sem eru sex stigum eftirá og eigast við í innbyrðisviðureign.

Ægismenn eru þó með leik til góða og geta sett mikla pressu á Þrótt með réttum úrslitum.

Reynir Sandgerði og Magni þurfa þá sigra í fallbaráttunni. Bæði lið eiga heimaleiki og myndu sigrar hjá þeim báðum opna baráttuna uppá gátt.

Leikir kvöldsins:
18:00 Reynir S.-ÍR (BLUE-völlurinn)
18:00 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)
18:00 Magni-KF (Grenivíkurvöllur)
18:00 Völsungur-Ægir (PCC völlurinn Húsavík)
19:15 Haukar-Njarðvík (Origo völlurinn)
19:15 KFA-Höttur/Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner