Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   lau 17. september 2022 17:29
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jóhann Berg lagði upp sigurmarkið

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið að glíma við þrálát meiðsli undanfarin ár og ekki fengið mikinn spiltíma með Burnley vegna þeirra.


Hann fær þó alltaf að spreyta sig þegar hann er heill enda gæði hans óumdeilanleg og reyndist Jói Berg gífurlega mikilvægur í sigri Burnley gegn Bristol City í dag.

Liðin mættust í tíundu umferð deildartímabilsins og var staðan 1-1 þegar Jóa var skipt inn af bekknum á 53. mínútu. Fjórtán mínútum síðar var hann búinn að leggja upp fyrir Jay Rodriguez og reyndist það vera sigurmarkið. Mikilvæg stig fyrir Burnley sem stefnir beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina og er komið með 17 stig úr 10 leikjum undir stjórn Vincent Kompany.

Burnley 2 - 1 Bristol City
1-0 Manuel Benson ('4 )
1-1 Nahki Wells ('27 )
2-1 Jay Rodriguez ('67 )

Það fóru aðrir leikir fram og er helst að frétta að Sheffield United er með þriggja stiga forystu á toppi Championship deildarinnar eftir sigur gegn Preston í dag. Norwich er í öðru sæti eftir jafntefli við West Brom sem er óvænt á meðal neðstu liða deildarinnar.

Reading er í þriðja sæti eftir sigur og koma Sunderland og QPR í fimmta og sjötta sæti eftir Burnley sem situr í fjórða.

Sunderland gerði jafntefli við Watford sem er aðeins komið með fjórtán stig á upphafi tímabils.

Birmingham 0 - 0 Coventry
Rautt spjald: Gustavo Hamer, Coventry ('89)

Huddersfield 1 - 0 Cardiff City
1-0 Jordan Rhodes ('8 )

Luton 2 - 0 Blackburn
1-0 Carlton Morris ('58 )
2-0 Reece Burke ('67 )

Millwall 2 - 1 Blackpool
1-0 Daniel Grimshaw ('14 , sjálfsmark)
1-1 Charlie Patino ('33 )
2-1 Benik Afobe ('63 )

Norwich 1 - 1 West Brom
0-1 Dara OShea ('9 )
1-1 Sam Byram ('68 )

Preston NE 0 - 2 Sheffield Utd
0-1 Iliman Ndiaye ('40 )
0-2 Oliver McBurnie ('75 )

QPR 0 - 0 Stoke City

Swansea 3 - 0 Hull City
1-0 Ryan Manning ('61 )
2-0 Luke Cundle ('64 )
3-0 Joel Piroe ('85 )

Watford 2 - 2 Sunderland
1-0 Keinan Davis ('34 )
1-1 Aji Alese ('45 )
2-1 Luke O'Nien ('62 , sjálfsmark)
2-2 Jewison Francisco Bennette Villegas ('87 )

Wigan 0 - 1 Reading
0-1 Tom Ince ('63 )

Middlesbrough tekur á móti Rotherham í kvöld.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 26 9 4 13 29 35 -6 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner