Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. september 2022 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Andri Lucas skoraði nokkrum sekúndum eftir innkomuna
Mynd: Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Örebro

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í sænska boltanum í dag og skoraði Andri Lucas Guðjohnsen í 2-2 jafntefli Norrköping gegn Kalmar.


Andri Lucas kom inn af bekknum á 59. mínútu og skoraði nokkrum sekúndum síðar til að koma heimamönnum í 2-1 forystu. Hún nægði ekki og urðu lokatölur 2-2.

Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir í byrjunarliði Norrköping og spiluðu 90 mínútur.  sem er átta stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 25 stig eftir 23 umferðir.

Davíð Kristján Ólafsson lék fyrstu 84 mínúturnar í liði Kalmar sem er með 38 stig, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Norrköping 2 - 2 Kalmar
1-0 C. Nyman ('24)
1-1 S. Nanasi ('47)
2-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('59)
2-2 A. Lindahl ('86)

Valgeir Lunddal Friðriksson lék þá fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Häcken gegn Hammarby. Jón Guðni Fjóluson var ekki með Hammarby vegna meiðsla.

Häcken er á toppi deildarinnar en aðeins með tveggja stiga forystu á Djurgården sem á leik til góða. Þetta var þriðja jafntefli Hacken í röð. Hammarby er í þriðja sæti, fimm stigum eftir Hacken.

Óskar Tor Sverrisson var að lokum ónotaður varamaður í 1-0 tapi Varberg gegn Varnamo. Varberg er sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar öll liðin á fallsvæðinu eiga átta umferðir eftir af tímabilinu.

Häcken 1 - 1 Hammarby
0-1 G. Ludwigson ('10)
1-1 N. Adjei ('90, sjálfsmark)

Varnamo 1 - 0 Varberg
1-0 M. Antonsson ('87)

Í B-deildinni kom Valgeir Valgeirsson inn af bekknum og skoraði fimmta markið í fjörugum stórsigri Örebro gegn tíu leikmönnum Västerås. 

Örebro vann leikinn 5-2 og er um miðja deild, sex stigum frá fallsvæðinu þegarr sex umferðir eru eftir. Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn í þriggja manna varnarlínu.

Alex Þór Hauksson var þá í byrjunarliði Öster sem tapaði fyrir toppliði Halmstad. Öster er í harðri baráttu um þriðja sætið sem veitir umspilsrétt um sæti í efstu deild.

Að lokum töpuðu lærlingar Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte heimaleik gegn Östersund. Þetta var þriðja tap Örgryte í röð og er liðið komið aftur í fallsæti, með 24 stig úr 24 leikjum - þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Örebro 5 - 2 Västerås
1-0 J. Hamad ('21)
2-0 A. Yasin ('23)
2-1 S. Johansson ('26)
2-2 V. Granath ('32)
3-2 A. Yasin ('46)
4-2 C. Moses ('84)
5-2 Valgeir Valgeirsson ('95)
Rautt spjald: A. Douglas, Vasteras ('20)

Halmstad 2 - 0 Öster
1-0 J. Allansson ('28)
2-0 A. Johansson ('70)

Örgryte 0 - 1 Östersund
0-1 Erick ('48, víti)


Athugasemdir
banner
banner