„Maður er alltaf ánægður að vinna leiki og halda hreinu, það er svona þetta tvennt það er yfirleitt gott en eins og sagði hérna fyrir leik að ég átti von á alvöru leik og þetta var alvöru leikur," sagði Arnar Grétarsson eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni á Origovellinum að Hlíðarenda en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitkeppninni.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Stjarnan
„Liðin skiptust á að sækja og Stjarnan er með hörku fótboltalið og þeir virkilega þrýstu okkur niður svona síðasta korterið af leiknum en við vorum mjög duglegir og vinnusamir."
Valur átti að fá víti í byrjun seinni hálfleiks en Ívar Orri dæmdi ekkert þegar leikmaður Stjörnunnar fékk boltann í hendina inn á teig Stjörnunnar.
„Ég held að þetta hafi verið klárt víti þarna þegar hann fór í hendina á leikmanninum en það sást allaveganna héðan. Þeir meta það þannig að hann hafi verið með hann í eðlilegri stöðu og þetta hefði geta gert leikinn aðeins auðveldari."
„Stjarnan er þannig lið. Þeir eru með skemmtilega blöndu af leikmönnum, unga og efnilega og mikil keyrsla í þeim fram á við og aðstæðurnar í dag að spila fótbolta náttútulega frábærar, nánast logn og blautur völlur og tvö lið sem vilja spila fótbolta og við fengum flottan fótboltaleik."