Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   sun 17. september 2023 22:08
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði kannski gert leikinn aðeins auðveldari
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

„Maður er alltaf ánægður að vinna leiki og halda hreinu, það er svona þetta tvennt það er yfirleitt gott en eins og sagði hérna fyrir leik að ég átti von á alvöru leik og þetta var alvöru leikur," sagði Arnar Grétarsson eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni á Origovellinum að Hlíðarenda en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitkeppninni. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Stjarnan

„Liðin skiptust á að sækja og Stjarnan er með hörku fótboltalið og þeir virkilega þrýstu okkur niður svona síðasta korterið af leiknum en við vorum mjög duglegir og vinnusamir."

Valur átti að fá víti í byrjun seinni hálfleiks en Ívar Orri dæmdi ekkert þegar leikmaður Stjörnunnar fékk boltann í hendina inn á teig Stjörnunnar.

„Ég held að þetta hafi verið klárt víti þarna þegar hann fór í hendina á leikmanninum en það sást allaveganna héðan. Þeir meta það þannig að hann hafi verið með hann í eðlilegri stöðu og þetta hefði geta gert leikinn aðeins auðveldari."

„Stjarnan er þannig lið. Þeir eru með skemmtilega blöndu af leikmönnum, unga og efnilega og mikil keyrsla í þeim fram á við og aðstæðurnar í dag að spila fótbolta náttútulega frábærar, nánast logn og blautur völlur og tvö lið sem vilja spila fótbolta og við fengum flottan fótboltaleik."


Athugasemdir
banner
banner