29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 17. september 2023 22:08
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði kannski gert leikinn aðeins auðveldari
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

„Maður er alltaf ánægður að vinna leiki og halda hreinu, það er svona þetta tvennt það er yfirleitt gott en eins og sagði hérna fyrir leik að ég átti von á alvöru leik og þetta var alvöru leikur," sagði Arnar Grétarsson eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni á Origovellinum að Hlíðarenda en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitkeppninni. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Stjarnan

„Liðin skiptust á að sækja og Stjarnan er með hörku fótboltalið og þeir virkilega þrýstu okkur niður svona síðasta korterið af leiknum en við vorum mjög duglegir og vinnusamir."

Valur átti að fá víti í byrjun seinni hálfleiks en Ívar Orri dæmdi ekkert þegar leikmaður Stjörnunnar fékk boltann í hendina inn á teig Stjörnunnar.

„Ég held að þetta hafi verið klárt víti þarna þegar hann fór í hendina á leikmanninum en það sást allaveganna héðan. Þeir meta það þannig að hann hafi verið með hann í eðlilegri stöðu og þetta hefði geta gert leikinn aðeins auðveldari."

„Stjarnan er þannig lið. Þeir eru með skemmtilega blöndu af leikmönnum, unga og efnilega og mikil keyrsla í þeim fram á við og aðstæðurnar í dag að spila fótbolta náttútulega frábærar, nánast logn og blautur völlur og tvö lið sem vilja spila fótbolta og við fengum flottan fótboltaleik."


Athugasemdir
banner