KSÍ birti í dag á vef sínum drög að niðurröðun í Bestu-deild karla eftir tvískiptingu en stefnt er að því að fyrsti leikurinn verði viðureign KR og Vestra á sunnudaginn klukkan 14:00. Fyrsta umferðin klárast ekki fyrr en á miðvikudaginn því KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn.
Hér að neðan má sjá drögin en mótið er þó enn í vinnslu og gæti breyst að einhverjum hluta. Lokaniðurröðun á að verða klár á morgun.
Efstu tvö liðin, Víkingur og Breiðablik sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn mætast í Víkinni í lokaumferðinni 27. október ef planið verður (Staðfest).
Hér að neðan má sjá drögin en mótið er þó enn í vinnslu og gæti breyst að einhverjum hluta. Lokaniðurröðun á að verða klár á morgun.
Efstu tvö liðin, Víkingur og Breiðablik sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn mætast í Víkinni í lokaumferðinni 27. október ef planið verður (Staðfest).
sunnudagur 22. september
14:00 KR-Vestri (Meistaravellir)
19:15 Fram-Fylkir (Lambhagavöllurinn)
mánudagur 23. september
19:15 Breiðablik-ÍA (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
miðvikudagur 25. september
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
16:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
sunnudagur 29. september
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
14:00 KR-Fram (Meistaravellir)
14:00 Vestri-HK (Kerecisvöllurinn)
mánudagur 30. september
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
18:00 Fylkir-KA (Würth völlurinn)
föstudagur 4. október
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
laugardagur 5. október
14:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)
sunnudagur 6. október
14:00 ÍA-FH (ELKEM völlurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
14:00 KA-KR (Greifavöllurinn)
laugardagur 19. október
14:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
14:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
17:00 HK-Fram (Kórinn)
sunnudagur 20. október
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
laugardagur 26. október
14:00 Vestri-Fylkir (Kerecisvöllurinn)
14:00 Fram-KA (Lambhagavöllurinn)
14:00 KR-HK (Meistaravellir)
sunnudagur 27. október
14:00 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
14:00 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Athugasemdir