Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 17. nóvember 2019 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Ég klikka ekki á næsta víti
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands, en hann klúðraði einnig vítaspyrnu þegar Ísland vann Moldóvu 2-1 í lokaleik liðsins í undanriðlinum fyrir EM.

Lestu um leikinn: Moldóva 1 -  2 Ísland

„Þetta er óþolandi, mjög pirrandi," sagði Gylfi um vítaspyrnuklúðrið sitt.

„Þetta var í fullkomni hæð fyrir hann. Ég klikka ekki á næsta víti."

Um frammistöðuna í riðlinum sagði Gylfi: „Ef þú hefðir boðið mér 19 stig fyrir riðilinn, þá hefði ég tekið það. Að öllu jöfnu þá myndi maður halda að það væri nóg til að tryggja sig áfram. Ég held að það séu ekki mörg lið með 19 stig og ekki á leiðinni beint á EM."

„Við bjuggumst við því að Frakkarnir myndu taka yfir riðilinn og stinga af. Að vinna Tyrkina heima og jafntefli úti var það sem lögðum upp með. Heilt yfir var þetta ekki svo slæmt."

Ísland fer í umspilið í mars.

„Okkur er strax byrjað að hlakka til. Við bíðum spenntir eftir að þessi undankeppni klárist svo við sjáum hvaða lið við fáum. Það er öruggt að við fáum fyrsta leik heima. Við verðum bara að halda okkar gengi á heimavelli áfram."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Sjá einnig:
Vítaspyrnusamanburður á Gylfa, Ronaldo og Messi
Athugasemdir
banner
banner
banner