Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 23:01
Elvar Geir Magnússon
Viss um Laugardalsvöll í mars - Hvar verður æft?
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, er vongóður um að hægt verði að spila á Laugardalsvelli þann 26. mars í umspili um sæti á EM.

Dregið verður í umspil á föstudag en Ísland verður á heimavelli í undanúrsltum. Dregið er um hvaða lið fær heimaleik í úrsltialeiknum sem fer fram 31. mars.

Þrátt fyrir að veturinn sé framundan á Íslandi þá er Freyr bjartsýnn á að spilað verði á Laugardalsvelli i lok mars.

„Við spilum bara á Laugardalsvelli. Það verður fundin lausn á þessu. Við spilum þarna, hvort sem það verðis njór eða kalt. Við spilum þarna," sagði Freysi eftir leikinn gegn Moldóvum í kvöld.

„Eina sem ég hef áhyggjur af, hvar ætlum við að æfa? Við finnum eitthvað út úr því,"

Sjá einnig:
Leikur á Laugardalsvelli í mars - Skoðað hvaða leiðir er hægt að fara
Hvað er hægt að gera með Laugardalsvöll?
Guðni: Möguleiki á að spilað verði í Danmörku eða Færeyjum
Freysi: Mér fannst vítið ekki lélegt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner