Norski miðillinn Aftenbladet fjallaði um það í gær að erlent félag í einni af stærri deildunum í Evrópu hefði boðið í Patrik Sigurð Gunnarsson.
Patrik er markvörður Viking Stavanger og var að klára sitt fyrsta heila tímabil með liðinu. Hann lék með liðinu á láni frá Brentford seinni hluta tímabilsins 2021 og var í kjölfarið fenginn alfarið til félagsins.
Patrik er markvörður Viking Stavanger og var að klára sitt fyrsta heila tímabil með liðinu. Hann lék með liðinu á láni frá Brentford seinni hluta tímabilsins 2021 og var í kjölfarið fenginn alfarið til félagsins.
Stig Nilssen, sem skrifaði greinina, segir að tilboðið hljóti að hafa komið þegar Patrik var að heilla í kringum Evrópuleikina gegn Sparta Prag og FCSB í sumar. Tekið er fram að Patrik hefði einungis fengið á sig eitt mark á útivelli gegn þeim liðum.
Patrik var í byrjunarliðinu í 28 af 30 deildarleikjum Viking á tímabilinu og öllum Evrópuleikjunum. Patrik er 22 ára og er samningsbundinn út tímabilið 2025. Hann er um þessar mundir með A-landsliðinu sem keppir í Eystrasaltsbikarnunm.
Samkvæmt heimildum Aftenbladet hljóðaði tilboðið upp á 8-10 milljónir norskra króna. Það gera á bilinu 115-150 milljónir íslenskra króna. Viking hafnaði tilboðinu.
„Ég vil ekki tjá mig um upphæðir, en ég get sagt að upphæðin var veruleg. Við vorum á þeim stað að vera búnir að selja nokkra leikmenn og við urðum að halda Gunnarssyni," segir Eirik Björnö, framkvæmdastjóri Viking.
Viking var á þessum tímapunkti búið að selja Veton Berisha til Hammarby og Sebastian Sebulonsen til Bröndby. Liðið var í Evrópukeppni og rétt missti af sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir framlengdan leik gegn rúmenska liðinu FCSB á heimavelli.
Athugasemdir