Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl.
Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum. Hann var í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn 3. deildar í sumar.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV fær eftir að síðasta tímabili lauk, það verður fróðlegt að sjá hvernig hlutverk þessi ungi leikmaður fær í Vestmannaeyjum.
ÍBV hafnaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í sumar.
ÍBV
Komnir
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Farnir
Sito
Samningslausir
Jón Ingason
Sigurður Arnar Magnússon
Telmo Castanheira
Atli Hrafn Andrason
Breki Ómarsson
Sigurður Grétar Benónýsson
Nökkvi Már Nökkvason
Jón Kristinn Elíasson
Sjá einnig:
Bestur í 3. deild: Er að springa út undir stjórn Óla Stefáns
Athugasemdir