Leikmaður tíundu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport er Hermann Þór Ragnarsson leikmaður Sindra. Hann skoraði tvö mörk í 5-2 sigri liðsins gegn Vængjum Júpíters.
„Spilaði mjög vel, ungur heimastrákur sem er að springa út undir stjórn Óla Stefáns. Abdul kom að sjálfsögðu til greina, Ibrahim Barrie líka. Hann skoraði með stórkostlegu einstaklingsframtaki," sagði Óskar Smári
„Hermann spilaði klukkutíma og var búinn að gera sitt," sagði Sverrir Mar en hann sagði að Hermann hafi verið síógnandi í leiknum.
Þessi leikur fór fram þann 5. júlí en þá var Hermann kominn með fimm mörk í átta leikjum en er kominn með átta mörk í 12 leikjum í dag.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)