fim 17. nóvember 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maddison vildi skora fleiri mörk og stúderaði leik Bruno Fernandes
Tólf mörk og átta stoðsendingar á sínu fyrsta hálfa tímabili með United.
Tólf mörk og átta stoðsendingar á sínu fyrsta hálfa tímabili með United.
Mynd: EPA
James Maddison, miðjumaður Leicester og Englands, segist hafa fylgst sérstaklega vel með Bruno Fernandes fyrir tveimur árum til að reyna bæta mörkum við sinn leik.

Maddison hefur spilað frábærlega með Leicester á tímabilinu og var verðskuldað valinn í landsliðið fyrir HM. Í þrettán leikjum með Leicester hefur hann skorað sjö mörk. Það er einungis einu marki minna en hann hefur mest náð á einu tímabili.

Þegar Bruno Fernandes kom til Manchester United byrjaði hann nánast strax að raða inn mörkum fyrir liðið.

„Ég kann að meta alla góða leikmenn í úrvalsdeildinni og reyni að taka hluti úr þeirra leik þegar ég get. Ég horfi oft á leikmenn í minni stöðu. Fyrir nokkrum tímabilum þegar ég hugsaði 'hvernig get ég skorað fleiri mörk?' var Bruno Fernandes að spila mjög vel fyrir Man Utd og að setja upp fáránlegar tölur þegar kom að mörkum og stoðsendingum."

„Ég horfði náið á hann á þeim tíma. 'Hvernig er hann að skora svona mörg mörk og hvaða hlaup er hann að taka sem ég er ekki að gera?'"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner