PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   lau 18. janúar 2020 15:46
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Watford og Tottenham: Lamela og Deeney verstir
Watford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er Sky Sports búið að gefa leikmönnum einkunnir.

Ismaila Sarr, kantmaður Watford, var maður leiksins og var eini leikmaðurinn til að fá 8 í einkunn fyrir sinn þátt.

Paul Gazzaniga, sem varði vítaspyrnu, og Serge Aurier voru atkvæðahæstir í liði Tottenham ásamt varamönnunum Christian Eriksen og Gedson Fernandes, sem er nýkominn til félagsins.

Troy Deeney var versti leikmaður Watford en hann klúðraði vítaspyrnunni á 70. mínútu. Erik Lamela, Jan Vertonghen og Japhet Tanganga voru verstu menn Tottenham. Allir fengu þeir 5 í einkunn.

Lamela komst næst því að skora í liði Tottenham en varamaðurinn Ignacio Pussetto bjargaði slöku skoti hans á marklínunni í uppbótartíma. Það munaði aðeins nokkrum millimetrum að knötturinn hefði farið allur yfir línuna.

Watford: Foster (7), Mariappa (6), Dawson (7), Cathcart (7), Masina (6), Doucoure (7), Capoue (7), Sarr (8), Chalobah (7), Deulofeu (7), Deeney (5).
Varamaður: Pereyra (6)

Tottenham: Gazzaniga (7), Aurier (7), Alderweireld (6), Vertonghen (5), Tanganga (5), Lo Celso (6), Winks (6), Lamela (5), Alli (6), Son (6), Moura (6).
Varamenn: Eriksen (7), Fernandes (7).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner