Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. febrúar 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaraspáin - Liverpool tapar ekki í Madríd
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Firmno og Jordan Henderson.
Roberto Firmno og Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
Ágúst Gylfason, núverandi þjálfari Gróttu, vann sigur í Meistaraspá síðasta tímabils. Þetta tímabilið er það Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, sem keppir við Óla Stefán Flóventsson, þjálfara KA, og fréttamenn Fótbolta.net.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Óli Stefán Flóventsson:

Atletico Madrid 1 - 1 Liverpool
Ef það er einhver sem gæti hugsanlega fundið lausn á ógnarkrafti í sóknarleik Liverpool þá er það Diego Simeone. Það er þó ólíklegt að hann komi í veg fyrir mark og ég hugsa að Henderson nýti sér það að fókus Atletico verður á skyttunum þremur hjá Liverpool. Hann finnur seinni bylgju svæði og kemur Liverpool í 1-0.
Morata jafnar seint í leiknum uppúr föstu leikatriði og leikar enda 1-1

Dortmund 2 - 3 PSG:
Athyglisverður leikur þar sem Thomas Tuchel er að koma á heimaslóðir. Dortmund er með frábært sóknarlið en eru veikir varnarlega. Ég held að það verði þeim að falli í þessu einvígi og PSG vinnur 2-3 í mögnuðum fótboltaleik. Haaland og Sancho skora fyrir þá gulu en Mpappé setur tvö fyrir þá frönsku og Di Maria eitt.

Kristján Guðmundsson:

Atletico Madrid 1 - 1 Liverpool
Þrátt fyrir að lið Simeone sé farið að gefa aðeins eftir á þessu keppnistímabili þá geri ég ráð fyrir að Atletico haldi einvíginu lifandi fram í seinni leikinn. Mörg návígi og mikil grimmd mun einkenna leikinn.

Dortmund 2 - 2 PSG
Varnarleikur Dortmund á enga möguleika í sóknarþunga framlínu PSG. Þeir svara þó fyrir sig því varnarleikur PSG í meistaradeildinni er oft á tíðum vandræðalegur.

Fótbolti.net - Daníel Geir Moritz:

Atletico Madrid 1 - 3 Liverpool
Gæðamunurinn og nálgun á fótboltann ræður úrslitum í kvöld.

Dortmund 2 - 1 PSG
Þjóðverjarnir verða samstilltari og koma pressuminni til leiks, sem þeir vinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner