Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 18. febrúar 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gefast ekki upp undir stjórn Mourinho
Japhet Tanganga.
Japhet Tanganga.
Mynd: Getty Images
Japhet Tanganga segir að Tottenham hafi þróað með sér hugarfar undir stjórn Jose Mourinho sem snúist um að gefast aldrei upp.

Tanganga er einn þeim leikmönnum sem hefur grætt á komu Mourinho en þessi tvítugi varnarmaður var kallaður inn í aðalliðið.

Hann spilar væntanlega sinn fyrsta Meistaradeildarleik á morgun þegar Tottenham leikur gegn RB Leipzig.

„Við höfum sýnt mikla baráttu og ákveðni síðan Mourinho tók við. Við höfum vaxið mikið, þrótt fyrir að lenda í mótbyr þá höldum við áfram og það sýnir þroska liðsins," segir Tanganga.

Tanganga lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik gegn Liverpool og hefur síðan sýnt flotta frammistöðu í leikjum gegn Middlesbrough, Southampton, Man City og Norwich.

„Það er jákvætt að fólk taki eftir mér en mikilvægt er fyrir mig að halda einbeitingu og njóta þess að spila. Ég horfi bara á einn leik í einu."
Athugasemdir
banner
banner
banner