Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 18. febrúar 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola bálreiður: Aldrei séð neitt þessu líkt
Mynd: EPA
Michael Salisbury dæmdi viðureignina.
Michael Salisbury dæmdi viðureignina.
Mynd: Getty Images
Rob Jones sá um VAR herbergið.
Rob Jones sá um VAR herbergið.
Mynd: EPA
Bournemouth heimsótti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og gerði 2-2 jafntefli, en Andoni Iraola þjálfari Bournemouth var reiður út í dómarateymið að leikslokum.

Bournemouth var sterkara liðið í Newcastle og var Iraola afar ósáttur með vítaspyrnudóm sem heimamenn fengu í leiknum.

Bournemouth tók forystuna tvisvar en í bæði skiptin kom Newcastle til baka. Í fyrra skiptið skoraði Anthony Gordon úr vítaspyrnu eftir að Fabian Schär var togaður niður innan vítateigs í föstu leikatriði.

„Það er rétt að við nýttum ekki færin okkar nógu vel í fyrri hálfleik, en við tókum þó forystuna. Það voru svo ákvarðanir dómara sem höfðu áhrif á leikinn og gerðu hann talsvert erfiðari fyrir okkur," sagði Iraola.

„Ég get ekki skilið hvers vegna þetta var vítaspyrna, kannski er ég bara of heimskur til að skilja það. Dómarateymið reyndi að útskýra þessa ákvörðun fyrir mér en ég skildi ekkert. Sóknarleikmaðurinn er í rangstöðu þannig ég skil ekki hvernig þetta getur verið vítaspyrna?

„Það voru sex dómarar að horfa á endursýningu af þessu í tíu mínútur. Þegar þeir völdu endursýningu til að sýna aðaldómaranum að lokum þá völdu þeir sjónarhorn þar sem er ekki hægt að sjá rangstöðuna.

„Ég get skilið að þetta sé vítaspyrna ef leikmaðurinn er réttstæður, en hann er það ekki í þessu tilfelli. Ef hann hefði verið réttstæður þá þyrftum við einfaldlega að samþykkja þennan dóm og halda áfram með lífið, en það er mjög erfitt að gera það við þessar kringumstæður. Ég botna ekkert í þessu, þetta ætti að vera einföld ákvörðun. Ég get ekki samþykkt þetta."


Iraola telur að Bournemouth hafi verið sýnd vanvirðing með þessari ákvörðun, en liðið er í neðri hluta úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 24 umferðir.

„Fyrir leikinn þá hefðum við verið sáttir með eitt stig á þessum velli en eftir leikinn erum við sársvekktir. Við spiluðum virkilega vel og áttum skilið að sigra þennan leik. Ég verð að kvarta undan þessari ákvörðun, hún er út í hött. Ég skil ekki hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu eftir tíu mínútur, maður hefði búist við að þeir gætu leyst þetta betur. Ég hef aldrei áður séð neitt þessu líkt á mínum fótboltaferli."

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner