Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. mars 2021 11:42
Elvar Geir Magnússon
8-liða úrslit Lengjubikarsins fara af stað á morgun
Allir leikirnir í beinum textalýsingum
Kári Árnason, leikmaður Víkings.
Kári Árnason, leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8-liða úrslit Lengjubikars karla fara af stað annað kvöld þegar Víkingur tekur á móti Keflavík.

Á laugardeginum mætast svo Valur og KR, Stjarnan tekur á móti Fylki og Breiðablik fær KA í heimsókn.

Fótbolti.net verður með fréttamenn á öllum leikjum og beinar textalýsingar frá völlunum.

Ekki er framlengt ef jafnt er eftir venjulegan leiktíma heldur farið rakleiðis í vítaspyrnukeppni.

Áætlað er að undanúrslitin verði leikin fimmtudaginn 1. apríl og úrslitaleikurinn mánudaginn 5. apríl.

Föstudagur:
19:00 Víkingur - Keflavík á Víkingsvelli

Laugardagur:
12:00 Valur - KR á Origo vellinum
14:00 Stjarnan - Fylkir á Samsungvellinum
16:00 Breiðablik - KA á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner
banner