Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. mars 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Dybala orðaður við Chelsea og Tottenham - Origi til Dortmund?
Powerade
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin grafa alltaf upp nýtt slúður. Kíkjum á það.



Borussia Dortmund hefur áhuga á Divock Origi (25) framherja Liverpool og gæti boðið í hann í sumar. Verðmiðinn á Origi gæti verið í kringum tólf milljónir punda. (Football Insider)

Sergio Aguero (32) vill vera áfram hjá Manchester City. Aguero verður samningslaus í sumar og engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan samning. (Sun)

Jurgen Klopp ætlar að taka sér eitt ár í frí frá fótbolta þegar hann hættir hjá Liverpool. (Bild)

Danny van de Beek (23) finnur fyrir ást hjá Manchester United en vill byrja fleiri leiki. (Talksport)

Joan Laporta, nýkjörinn forseti Barcelona, ætlar að reyna að sannfæra Lionel Messi (33) um að vera áfram hjá félaginu. Messi verður samningslaus í sumar. (Goal)

Mohamed Elneny (28) vill gera nýjan samning við Arsenal. (Evening Standard)

Juventus er tilbúið að selja framherjann Paulo Dybala (27) en Tottenham og Chelsea hafa bæði áhuga. (Star)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, telur að Diogo Dalot (21) eigi ennþá framtíð á Old Trafford en hann hefur staðið sig vel á láni hjá AC Milan í vetur. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner