Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. mars 2021 18:17
Elvar Geir Magnússon
Leiknir fær leikmann frá Venesúela (Staðfest)
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, og Octavio Páez.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, og Octavio Páez.
Mynd: Leiknir
Nýliðar Leiknis í Pepsi Max-deildinni hafa samið við nýjan leikmann en hann heitir Octavio Páez og kemur frá Venesúela.

„Octavio er 21 árs gamall og er fyrsti leikmaðurinn frá Venesúela sem kemur í íslenska boltann," segir á heimasíðu Leiknis.

„Þessi ungi leikmaður verður með okkur í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hann hefur lokið sóttkví og var mættur hress og kátur í Leiknisheimilið í dag."

Octavio hefur spilað í heimalandinu, á Spáni og einnig í Króatíu.

Leiknir R.

Komnir
Octavio Páez NK Istra
Emil Berger frá Dalkurd
Loftur Páll Eiríksson frá Þór

Farnir
Vuk Oskar Dimitrijevic í FH

Samningslausir
Dylan Chiazor

Viðtal við Octavio:





Athugasemdir
banner
banner
banner