Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. mars 2021 12:03
Elvar Geir Magnússon
Liverpool talið fimmta líklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Bæjarar eru með magnað fótboltalið.
Bæjarar eru með magnað fótboltalið.
Mynd: Getty Images
Ljóst er hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mirror hefur raðað þeim átta liðum sem eftir eru í styrkleikaröðun (e. power rankings).

Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München tróna á toppnum.

1. Bayern München
2. Manchester City
3. Paris Saint-Germain
4. Chelsea
5. Liverpool
6. Real Madrid
7. Borussia Dortmund
8. Porto

Hvenær er drátturinn?
Dregið verður í 8-liða úrslitin föstudaginn 19. mars og byrjar klukkan 11:00. Drátturinn verður í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Með hvaða hætti verður drátturinn?
Þetta er algjörlega opinn dráttur og því geta lið frá sama landi dregist saman. Sem dæmi þá er mögulegt að Liverpool muni mæta Manchester City.

Hvenær verður leikið í 8-liða úrslitum?
8-liða úrslitin eru tveggja leikja einvígi. Fyrri leikirnir verða 6. og 7. apríl og seinni leikirnir viku síðar; 13. og 14. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner