Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 18. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Finnskur miðjumaður í KR (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: KR
KR hefur gengið frá samningum við finnsku fótboltakonuna Veru Mattila en hún kemur til félagsins frá ÍR.

Mattila, sem er fædd árið 2001, hefur síðustu tvö ár spilað með ÍR en hún á 23 leiki og 4 mörk í deild- og bikar með ÍR-ingum.

Áður spilaði hún fyrir GBK og IK Myran þar sem hún var í stóru hlutverki en hún er nú klár í næsta skref hér á landi.

Hún hefur nú samið um að spila fyrir KR í Lengjudeildinni í sumar en Mattila skrifaði undir eins árs samning í gær.

KR-ingar féllu úr Bestu deildinni á síðasta ári.
Athugasemdir
banner