Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Hættur í fótbolta vegna hjartavandamála
Lucas Leiva
Lucas Leiva
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Lucas Leiva hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna vegna hjartavandamála en hann hélt fréttamannafund í gær og tilkynnti þar ákvörðunina.

Leiva, sem er 36 ára gamall, lék með Liverpool lengst af ferli sínum eða í tíu ár frá 2007 til 2017.

Hann kom til enska félagsins frá Gremio, uppeldisfélagi sínu, en hjá Liverpool spilaði hann 346 leiki í öllum keppnum.

Árið 2017 fór hann til Lazio og spilaði þar í fimm ár áður en hann hélt aftur til Gremio síðasta sumar.

Lucas var að gera sig kláran fyrir tímabilið með Gremio er læknar uppgötvuðu að hann væri með hjartavandamál og var honum því skipað að taka sér frí frá fótbolta á meðan þeir rannsökuðu hann.

Ekki var ljóst hvort hann fengi að spila áfram en nú nokkrum mánuðum síðar hefur Lucas tilkynnt að hann sé hættur í fótbolta og var það honum afar erfitt að tilkynna ákvörðunina eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner