Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mount kominn með nýjan umboðsmann
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Mason Mount hefur ráðið nýjan umboðsmann og gefur það vísbendingu um að hann sé á förum frá Chelsea í sumar. Þetta kemur fram í Daily Mail.

Mount er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og verið í lykilhlutverki hjá Chelsea síðustu ár.

Hann hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu árið 2021 og var þá fastamaður í enska landsliðinu sem fór í úrslit Evrópumótsins.

Samningur Mount við Chelsea rennur út á næsta ári og er ekkert sem bendir til þess að hann ætli sér að framlengja við félagið, en launakröfur hans þykja óraunhæfar. Chelsea gæti því þurft að selja hann í sumar.

Liverpool, Manchester City og Manchester United eru öll sögð fylgjast með kappanum en samkvæmt Daily Mail er hann búinn að skipta um umboðsmann.

Neil Fewings hjá Wasserman Media Group hefur nú klófest Mount og mun sjá um hans mál í framtíðinni, en það er sterk vísbending um að hann sé á förum frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner